• fös. 10. mar. 2023
  • Mótamál
  • Lengjubikarinn

Línur skýrast í Lengjubikarnum

Lengjubikarinn er í fullum gangi eins og venjulega á þessum árstíma og margir leikir framundan.  Línur orðnar nokkuð skýrar í A deild karla, en aðrar deildir karla eru enn tiltölulega opnar, sem og allar deildir í Lengjubikar kvenna.

Í A-deild karla eru fjórir riðlar og efsta sæti hvers riðils gefur sæti í undanúrslitum. Valur, Víkingur R. og KA hafa þegar tryggt sér efsta sætið í sínum riðlum, en í riðli 2 er baráttan á milli ÍBV og Breiðabliks.

Í A-deild kvenna er leikið í tveimur 6 liða riðlum og efstu tvö lið hvors riðils um sig leika í kross í undanúrslitum.  Eftir fyrstu umferðirnar eru Þróttur og Þór/KA með fullt hús í riðli 1, eins og Breiðablik og Stjarnan í riðli 2, en þessi lið mætast einmitt innbyrðis um helgina.

Skoða mótalista

Skoða næstu leiki

Mynd með grein:  Mummi Lú