• mán. 13. mar. 2023
  • Lög og reglugerðir

Ný reglugerð FIFA og umboðsmannapróf

FIFA birti fyrr á þessu ári nýja reglugerð um umboðsmenn í knattspyrnu. Samkvæmt nýju reglunum mun FIFA halda utan um alla skráða umboðsmenn á heimsvísu og árlegt skráningargjald umboðsmanna þarf að greiða beint til FIFA framvegis. Umboðsmenn hér á landi munu þurfa að stofna aðgang á sérstöku FIFA kerfi og að lokinni skráningu þarf að hlaða upp öllum viðeigandi upplýsingum vegna gjörninga umboðsmanna.

FIFA kerfi fyrir umboðsmenn

Til þess að gerast skráður umboðsmaður hjá FIFA, þá þarf að standast sérstakt umboðsmannapróf. Vakin er athygli á því að frestur til þess að skrá sig í fyrsta umboðsmannaprófið rennur út næstkomandi miðvikudag 15. mars og fer prófið fram í höfuðstöðvum KSÍ miðvikudaginn 19. apríl. Til að skrá sig í prófið þarf að stofna aðgang inn á FIFA kerfinu og stofna skráningarbeiðni fyrir prófið.

Skrifstofa KSÍ mun innheimta próftökugjald að upphæð kr. 26.500,- sem þarf að greiða áður en próf eru þreytt.

Frekari gögn til skýringa eru aðgengileg inn á nýju skráningarkerfi FIFA, ásamt lesefni fyrir prófið.

Tengiliður hjá KSÍ vegna skráningar umboðsmanna og töku umboðsmannaprófs er Fannar Helgi Rúnarsson (fannar@ksi.is).