• mán. 20. mar. 2023
  • Dómaramál

Ívar Orri dæmir í milliriðli hjá U19 karla

UEFA hefur útnefnt Ívar Orra Kristjánsson sem dómara í milliriðlum undankeppni EM 2023 hjá U19 karla.

Guðmundur Ingi Bjarnason verður aðstoðardómari með Ívari Orra.

Ívar Orri mun dæma í riðli 5 þar sem Írland, Grikkland, Eistland og Slóvakía leika, en riðillinn fer fram á Írlandi dagana 22.-28. mars.