• fim. 23. mar. 2023
  • Fræðsla

Grunnnámskeið í markmannsþjálfun á Selfossi, 22.-23. apríl 2023

KSÍ mun halda Grunnnámskeið í markmannsþjálfun helgina 22.-23. apríl nk. Námskeiðið verður haldið á Selfossi.

Námskeiðið hentar öllum þjálfurum sem vilja bæta sig í þessum mikilvæga þætti leiksins, markmannsþjálfun. Námskeiðið er auk þess undanfari KSÍ B Markmannsþjálfaragráðunnar, sem haldin verður næsta vetur.

Þjálfaranámskeið KSÍ

Allir markmannsþjálfarar sem stefna á að taka KSÍ B Markmannsþjálfaragráðu þurfa fyrst að sækja Grunnnámskeið KSÍ í markmannsþjálfun, auk þess að hafa klárað KSÍ C þjálfaragráðu.

Hér að neðan má finna skipulag þjálfaranámskeiða KSÍ til útskýringar:Námskeiðið fer fram eins og fyrr segir á Selfossi og dagskrá námskeiðsins má finna hér að neðan:

Dagskrá

Námskeiðsgjaldið er 25.000 kr.

Opið er fyrir skráningu og lýkur henni miðvikudaginn 19. apríl:

Skráning