• fös. 31. mar. 2023
  • Dómaramál

KSÍ og FDD undirrita nýjan samning

KSÍ og Félag deildardómara (FDD) hafa undirritað nýjan samning sem gildir frá 1. apríl 2023 til 31. desember 2026.

Við undirritun í höfuðstöðvum KSÍ létu Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Egill Arnar Sigurþórsson formaður FDD, sérstaklega í ljós ánægju sína með lengd samningsins.

Klara: „Dómarar eru mikilvægur hluti af leiknum og er ég mjög ánægð með þennan langtímasamning sem tryggir starfsumhverfi dómara næstu árin.“

Einungis 10 dagar eru í að keppni í Bestu deild karla hefjist, þá er Mjólkurbikarinn farinn af stað og úrslitaleikir í Lengjubikar karla og kvenna fara fram um helgina. Því er nóg fram undan hjá dómurum landsins.

Á myndinni eru Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ og Egill Arnar Sigurþórsson formaður FDD.