• þri. 23. maí 2023
  • Fræðsla

Fótbolti fyrir alla með Gunnhildi Yrsu

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mun í sumar sjá um verkefnið Fótbolti fyrir alla á vegum KSÍ. Markmiðið með verkefninu er að efla starf fatlaðra innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Gunnhildur mun heimsækja félagsmiðstöðvar og sumarnámskeið fyrir einstaklinga með sérþarfir um allt land í sumar og bjóða upp á fótboltaæfingar. Eitt af markmiðum KSÍ þegar kemur að samfélagslegum verkefnum er að gera raunverulegt og áþreifanlegt gagn í samfélaginu og er þetta verkefni mikilvægur þáttur í því og eru miklar vonir bundnar við að Gunnhildur geti heimsótt sem flesta staði.

Ef þín félagsmiðstöð eða sumarnámskeið vill fá Gunnhildi í heimsókn, hafðu samband við hana á gunnhildur@ksi.is.