• fös. 26. maí 2023
  • Agamál

Vestri sektaður

Aga- og úrskurðarnefnd ákvað á fundi sínum þann 23. maí að sekta knattspyrnufélagið Vestra, um 75.000 kr. vegna opinberra ummæla og myndbirtingar formanns stjórnar mfl. karla á twitter vefsíðu hans.

Um var að ræða opinber ummæli og myndbirtingu sem eru að mati framkvæmdastjóra til þess fallin að skaða ímynd íslenskrar knattspyrnu og með þeim hafi alvarlega verið vegið að heiðarleika og heilindum dómara í leik Þórs og Vestra í Lengjudeild karla, þann 6. maí.

 

Úrskurður. Kærumál nr. 6 2023 Framkoma forystumanns Vestra.pdf