• mið. 13. sep. 2023
  • Fræðsla

UEFA CFM stjórnunarnám fyrir leikmenn

Knattspyrnusamband Evrópu (UEFA) býður upp á stjórnunarnám sem er sérsniðið að knattspyrnufólki sem hefur áhuga á að starfa við íþróttina að ferlinum loknum. Námið kallast UEFA Certificate in Football Management (CFM) – Players´ Edition og byggir á sama grunni og CFM nám fyrir stjórnendur í knattspyrnuhreyfingunni, sem haldið hefur verið með góðum árangri um árabil og meðal annars KSÍ hefur staðið fyrir hér á landi í samstarfi við UEFA.

UEFA CFM – Players´ Edition er nú haldið í þriðja sinn og þó það sé miðað að leikmönnum, þá geta einnig þjálfarar og dómarar sótt um að komast í námið, sem er diplómanám (Certificate of Advanced Studies) og fer fram á ensku. Námið hefst í janúar 2024 og er um fjarnám að ræða í samstarfi við háskólann í Lausanne. Í boði eru 10 ECTS einingar. Umsóknarfrestur er til 11. desember 2023.

Smellið hér fyrir nánari upplýsingar um námið.