• lau. 16. sep. 2023
  • Mjólkurbikarinn
  • Mótamál

Víkingur R. Mjólkurbikarmeistari karla 2023

Víkingur R. er Mjólkurbikarmeistari karla 2023 eftir 3-1 sigur gegn KA.

Víkingur náði forystu á 38. mínútu með marki frá Matthíasi Vilhjálmssyni. Aron Elís Þrándarson kom Víkingum í 2-0 með marki á 72. mínútu. Á 82. mínútu minnkaði Ívar Örn Árnason muninn fyrir KA menn en Ari Sigurpálsson innsiglaði sigur Víkinga á 84. mínútu.

Er þetta í fjórða skiptið í röð sem Víkingur hampar titlinum og hafa þeir verið handhafar titilsins síðan 14. september 2019. Enginn meistari var krýndur árið 2020.

Til hamingju með titilinn Víkingur!