• mán. 18. sep. 2023
  • Mótamál

ÍA Lengjudeildar meistarar karla

ÍA eru Lengjudeildarmeistarar karla, ÍA lauk leik með 49 stigum og tryggðu sér því sæti í Bestu deild karla á næsta ári. Umspil um seinna sætið í Bestu deild karla 2024 hefst 20. september.

Afturelding, Fjölnir, Vestri og Leiknir R. skipa annað til fimmta sæti deildarinnar og fara því í umspil. Fyrri viðureignirnar í undanúrslitum fara fram miðvikudaginn 20. september þegar Leiknir R. tekur á móti Aftureldingu og Vestri tekur á móti Fjölni. Seinni leikir undanúrslita fara fram sunnudaginn 24. september og að lokum úrslitaleikurinn 30. september á Laugardalsvelli.