• fim. 21. sep. 2023
  • Fræðsla

KSÍ Barna- og unglingaþjálfun - Ný þjálfaragráða

Mynd - Mummi Lú

KSÍ mun í vetur bjóða upp á UEFA Youth B þjálfaranámskeið (KSÍ Barna- og unglingaþjálfun). Námskeiðið er fyrir þjálfara sem vilja dýpka þekkingu sína á þjálfun leikmanna á aldrinum 11-14 ára (5.-4. flokkur).

Dagsetningar námskeiðsins eru

27.-29. október í KSÍ
30. október – 4. janúar, Verkefnavinna
5.-7. janúar í KSÍ
8. janúar – 30. apríl, hópavinna í félögunum

Dagskrá og nánari lýsing er hér að neðan:

Dagskrá

Allir þjálfara með gild KSÍ B/UEFA B þjálfararéttindi hafa þátttökurétt á námskeiðið. Þjálfarar sem klára UEFA Youth B námskeiðið hafa rétt á að sækja um pláss á KSÍ Afreksþjálfun Unglinga (UEFA Elite Youth A). Hingað til hafa einungis þjálfarar með KSÍ A /UEFA A þjálfararéttindi átt möguleika á að sækja um KSÍ Afreksþjálfun Unglinga.

Námskeiðsgjald er 120.000 kr.

Skráningafrestur er til 18. október.

Skráning á námskeiðið