• mán. 25. sep. 2023
  • Landslið
  • U23 kvenna

Markalaust jafntefli gegn Marokkó

U23 lið kvenna gerði markalaust jafntefli gegn Marokkó í seinni æfingaleik liðanna sem fram fór í Rabat.

Fyrri hálfleikur var heldur jafn og stóð íslenska liðið sig vel þrátt fyrir mikinn hita, bæði lið sköpuðu sér nokkur færi en þó var markalaust í hálfleik. Seinni hálfleikur var mjög svipaður og héldu bæði lið áfram að skiptast á sóknum, inn vildi þó boltinn ekki og voru því lokatölur í Rabat 0-0.

Fyrri leikur liðanna sem fram fór föstudaginn 22. september endaði með 2-3 sigri íslenska liðsins eftir dramatískar lokamínútur.