Ísland í umspil um sæti í lokakeppni HM U20
Lokakeppni HM U20 kvenna fer fram í Kólumbíu 31. ágúst – 22. september 2024 og á Ísland möguleika á að komast í lokakeppnina í gegnum umspilsleik gegn Austurríki á næsta ári.
FIFA hefur ákveðið að fjölga þátttökuliðum í keppninni að þessu sinni og munu 24 lið taka þátt í stað 16 áður. Evrópa fær fimm sæti. Liðin fjögur sem léku í undanúrslitum í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu síðasta sumar komast til Kólumbíu og keppnin um fimmta sætið er á milli liðanna tveggja sem höfnuðu í 3. sæti riðlanna tveggja á EM – Austurríkis og Íslands.
UEFA hefur ekki staðfest hvenær leikurinn fer fram, en hann verður leikinn á alþjóðlegum FIFA leikdegi.