• þri. 28. nóv. 2023
  • Landslið
  • U18 kvenna
  • U20 kvenna

Tveir vináttuleikir gegn Svíþjóð

U18 kvenna og U20 kvenna mæta Svíþjóð í Miðgarði í vikunni. 

U20 lið Íslands tekur á móti U20 liði Svíþjóðar miðvikudaginn 29. nóvember klukkan 12:00 í Miðgarði. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins sem mætir Austurríki 4. desember í úrslitaleik um sæti á HM 2024 U20 liða.

U18 lið Íslands tekur á móti U18 liði Svíþjóðar föstudaginn 1. desember og hefst hann einnig klukkan 12:00 í Miðgarði.

Báðir leikirnir verða í beinu streymi á KSÍ TV.

Hér má sjá hóp U18 kvenna.

Hér má sjá hóp U20 kvenna.