• þri. 07. nóv. 2023
  • Fræðsla

Vel sóttur yfirþjálfarafundur

Mánudaginn 6. nóvember var haldinn fundur á vegum knattspyrnusviðs KSÍ þar sem yfirþjálfurum, yfirmönnum knattspyrnumála, afreksþjálfurum, framkvæmdastjórum og öllum þeim sem koma að yngri flokkum aðildarfélaga KSÍ var boðin þátttaka. 

Fundurinn var tvískiptur. 

Fyrir hádegi var fjallað um mótamál með áherslu á 2.-5. flokk kvenna og karla og sköpuðust líflegar umræður.  Þá var einnig kynning á WyScout og notkun þeirrar lausnar í yngri flokkum þar sem spurt var "Hvernig nýtist WyScout íslenskum fótbolta?" og deildu þátttakendur sinni reynslu og þekkingu.

Eftir hádegi sagði Grétar Rafn Steinsson svo frá afar áhugaverðu starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Leeds United.