• sun. 19. nóv. 2023
  • Landslið
  • U15 kvenna

U15 kvenna - Ísland mætir Portúgal á mánudag

U15 kvenna mætir Portúgal á mánudag í öðrum leik sínum á UEFA Development Tournament.

Mótið er haldið í Portúgal, en leikurinn á mánudag hefst kl. 15:00 og verður hann í beinni útsendingu á Youtube síðu KSÍ.

Bein útsending

Ísland gerði 3-3 jafntefli við Spán í fyrsta leik sínum á mótinu á meðan Portúgal tapaði 1-11 gegn Þýskalandi.