• þri. 26. mar. 2024
  • Mótamál
  • Lengjubikarinn

Úrslitaleikur Lengjubikars karla á miðvikudag

Breiðablik og ÍA mætast í úrslitaleik Lengjubikars karla á miðvikudag kl. 19:15 á Kópavogsvelli.

Breiðablik vann 0-1 sigur gegn Þór í undanúrslitum og ÍA vann sigur gegn Val eftir vítaspyrnukeppni.

Vilhjálmur Alvar Þórarinsson verður dómari leiksins og honum til aðstoðar verða Gylfi Már Sigurðsson og Ragnar Þór Bender. Frosti Viðar Gunnarsson verður eftirlitsmaður.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.