• mið. 27. mar. 2024
  • Mótamál
  • Lengjubikarinn

Breiðablik Lengjubikarmeistari karla 2024

Breiðablik er Lengjubikarmeistari karla árið 2024 eftir 4-1 sigur gegn ÍA.

Sigur Blika var aldrei í hættu en fyrsta mark leiksins skoraði Kristófer Ingi Kristinsson á 24. mínútu. Á 39. mínútu jafnaði Marko Vardic metin fyrir Skagamenn. Breiðablik fór með 2-1 forystu inn í hálfleik því Höskuldur Gunnlaugsson skoraði beint úr aukaspyrnu á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Jason Daði Svanþórsson skoraði þriðja mark Blika á 51. mínútu og Höskuldur Gunnlaugsson innsiglaði sigurinn með sínu öðru marki á 75. mínútu.

Það var því Breiðablik sem lyfti fyrsta titli ársins. Til hamingju Breiðablik.

Mynd: Mummi Lú