• þri. 02. apr. 2024
  • Mótamál
  • Lengjubikarinn

Valur er Lengjubikarmeistari kvenna 2024

Valskonur eru Lengjubikarmeistarar 2024 eftir 2-1 sigur gegn Breiðablik á föstudaginn langa.

Breiðablik náði forystu á 8. mínútu þegar Vigdís Lilja Kristjánsdóttir kom boltanum í netið. Valur skoraði hins vegar tvö mörk á tveimur mínútum nokkrum mínútum síðar. Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir jafnaði metin á 25. mínútu og á 26. mínútu skoraði Amanda Jacobsen Andradóttir sigurmarkið.

Valur er því Lengjubikarmeistari kvenna árið 2024.

Mynd: Hulda Margrét