• þri. 02. apr. 2024
  • Mótamál

Víkingur R. sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ karla

Víkingur R. er sigurvegari í Meistarakeppni KSÍ karla eftir sigur gegn Val eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1-1 og því var farið beint í vítaspyrnukeppni.

Víkingur komst yfir á fyrstu mínútu leiksins þegar Valsmenn settu boltann í eigið net. Valur jafnaði metin á 13. mínútu þegar Birkir Már Sævarsson lét vaða fyrir utan teig og boltinn söng í netinu.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í venjulegum leiktíma og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Ingvar Jónsson, markmaður Víkinga, reyndist hetja kvöldsins en hann varði tvær spyrnur. Lokatölur í Víkinni voru 5-3 sigur Víkinga.

Víkingur byrjar því tímabilið á titli. Til hamingju Víkingur.

Mynd: Mummi Lú