• mán. 22. apr. 2024
  • Mótamál
  • Mjólkurbikarinn

32-liða úrslit í Mjólkurbikar karla fara fram í vikunni

Fjölnir tekur á móti Selfoss í fyrsta leik 32-liða úrslita Mjólkurbikars karla á þriðjudag í Egilshöll. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Aðrir leikir 32-liða úrslita fara fram á miðvikudag og fimmtudag. Ríkjandi bikarmeistarar Víkings hefja titilvörnina á heimavelli á fimmtudag þegar Víðir Garðimætir í Víkina.

Dregið verður í 16-liða úrslit föstudaginn 26. apríl klukkan 12:00 í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli.