• fim. 02. maí 2024
 • Mótamál
 • Mjólkurbikarinn

Dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna á föstudag

Dregið verður í 16-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ á föstudag klukkan 12:00.

Í 16-liða úrslitum bætast við liðin sem leika í Bestu deildinni. Leikirnir í 16-liða úrslitum fara fram dagana 18. og 19. maí.

Drátturinn verður í beinu streymi á KSÍ rás Sjónvarps Símans.

Eftirfarandi lið verða í pottinum á föstudag.

Besta deildin

 • Breiðablik
 • FH
 • Fylkir
 • Keflavík
 • Stjarnan
 • Tindastóll
 • Valur
 • Víkingur R.
 • Þór/KA
 • Þróttur R.

Lengjudeildin

 • Afturelding
 • FHL
 • Fram
 • Grindavík
 • Grótta
 • ÍA

Mjólkurbikar kvenna