• mið. 29. maí 2024
  • Fræðsla

Keppt í göngufótbolta á Landsmóti UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ fer fram í Vogum á Vatnsleysuströnd dagana 6. - 9. júní.

Að þessu sinni verður keppt í göngufótbolta á sunnudeginum 9. júní kl. 12:00 á Vogaídýfuvellinum. Göngufótbolti er opin grein og því geta 49 ára og yngri líka tekið þátt.

Fyrir nánari upplýsingar um keppnina í göngufótbolta má hafa samband við Stefán Óla í síma 786-1000.

Allar upplýsingar um Landsmót UMFÍ 50+ má finna á heimasíðu UMFÍ.