• fim. 04. júl. 2024
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Dregið í Meistaradeild Evrópu í Futsal

Dregið hefur verið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Futsal.

Því er ljóst hvaða liðum Ísbjörninn mætir í forkeppninni, en liðið dróst í C riðil. Þar mætir Ísbjörninn AkaaFutsal frá Finnlandi, Tirana Futsal frá Albaníu og TSV Weilimdorf frá Þýskalandi. Riðillinn verður leikinn í Albaníu dagana 20.-25. ágúst.