• fim. 04. júl. 2024
  • Mjólkurbikarinn

KA og Víkingur R. mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla

Nú er ljóst að KA og Víkingur R. mætast í úrslitaleik Mjólkurbikars karla.

KA vann góðan sigur á Akureyri gegn Val á meðan Víkingur R. vann Stjörnuna í vítaspyrnukeppni. Úrslitaleikurinn í ár verður því sá sami og fyrir ári síðan, en þá vann Víkingur R. 3-1 sigur á KA. Þetta er einnig í fimmta sinn í röð sem Víkingur R. kemst í úrslitaleik keppninnar.

Úrslitaleikurinn er settur á föstudaginn 23. ágúst, en möguleiki er á að hann verði færður vegna þátttöku Víkings R. í Evrópukeppni félagsliða.