• mán. 08. júl. 2024
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Dregið í forkeppni Meistaradeildar kvenna

Dregið hefur verið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna.

Valur og Breiðablik taka þátt í keppninni á þessu ári, en leikið er í fjögurra liða riðlum þar sem leikið er í undanúrslitum og úrslitum. Sigurliðið í úrslitaleiknum fer áfram í næstu umferð.

Breiðablik mætir FC Minsk frá Belarús, en í hinum leik undanriðilsins mætast Eintracht Frankfurt frá Þýskalandi og Sporting CP frá Portúgal. Sigurvegarar viðureignanna mætast svo í leik um sæti í næstu umferð forkeppninnar, á meðan hin tvö liðin mætast í leik um 3. sætið. Riðillinn verður leikinn á Íslandi, undanúrslitin 4. september og úrslitin 7. september.

Valur mætir ZFK Ljuboten frá Norður Makedóníu, en í hinum leiknum mætast FC Twente frá Hollandi og Cardiff City frá Wales. Riðilinn verður leikinn í Twente í Hollandi. Undanúrslitin fara fram 4. september og úrslitin/leikur um 3. sæti 7. september.