• mið. 10. júl. 2024
  • Mótamál
  • Evrópuleikir

Markalaust hjá Víkingum

Víkingar gerðu markalaust jafntefli við írska liðið Shamrock Rovers í fyrri leik liðanna þegar þau mættust í Víkinni á þriðjudag.  Liðin mætast að nýju ftir viku á Tallaght Stadium í Dublin, Írlandi.  Sigurvegari viðureignarinnar mætir Sparta Prag í næstu umferð, en það lið sem tapar færist yfir í Sambandsdeild Evrópu og mætir þar FK Borac Banja Luka frá Bosníu og Hersegóvínu eða KF Egnatia frá Albaníu.

Forkeppni Sambandsdeildar Evrópu hefst á fimmtudag og verða þrjú íslensk lið þar í eldlínunni. Breiðablik mætir GFK Tikves frá Norður Makedóníu ytra og hefst sá leikur kl. 18:30. Sigurvegari viðureignarinnar mætir FC Drita frá Kosóvó í næstu umferð.

Valur mætir Vllaznia frá Albaníu á Valsvelli kl. 19:00 og mun sigurvegari viðureignarinnar mæta St Mirren FC frá Skotlandi í næstu umferð.

Stjarnan mætir Linfield frá Norður-Írlandi á Samsungvellinum kl. 19:00 og mun sigurvegari viðureignarinnar mæta Bala Town FC frá Wales eða Paide Linnameeskond frá Eistlandi í næstu umferð.

Mynd:  Mummi Lú.