Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra á laugardag
Árlegur fundur formanna og framkvæmdastjóra aðildarfélaga KSÍ verður haldinn laugardaginn 30. nóvember í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli (3. hæð).
Fundurinn hefst kl. 11:00 og er áætlað að honum ljúki um kl. 14:00
Dagskrá:
- Setning fundar (Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ)
- Mótamál 2025 (Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ)
- Flutningur leikmanna milli félaga (Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ)
- Siðareglur KSÍ (Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ)
Matarhlé
- VAR kynning (Þóroddur Hjaltalín starfsmaður dómaramála hjá KSÍ)
- Stefnumótun KSÍ (Ómar Smárason samskiptastjóri KSÍ)
- Vinna starfshópa – samantekt (Haukur Hinriksson yfirlögfræðingur KSÍ)
- Endurskoðun dómstiga
- Endurskoðun staðalsamninga
- Tímasetning ársþings
- Einföldun leyfiskerfis KSÍ.
Í lok fundar verður farið með hópinn í skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ og farið m.a. yfir endurbætur á Laugardalsvelli (Bjarni Hannesson grasvallatæknifræðingur, Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ, Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri KSÍ)