Víkingur R. - tap gegn Djurgården
Víkingur R. tapaði 1-2 gegn Djurgården á Kópavogsvelli í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu.Djurgården komust yfir á 62. mínútu og bættu öðru marki við aðeins þremur mínútum síðar. Víkingur minnkaði muninn á 72. mínútu með marki frá Ara Sigurpálssyni.
Víkingur er nú í 19. sæti með 7 stig fyrir síðustu umferðina þar sem liðið mætir austurríska liðinu LASK á útivelli. Leikurinn fer fram 19. desember klukkan 20:00