U16 karla og kvenna eiga leiki á sunnudag
Bæði U16 karla og kvenna spila leiki á sunnudag á UEFA Development Tournament.
U16 kvenna leikur sinn síðasta leik á sínu móti þegar liðið mætir Kosóvó. Sá leikur hefst kl. 08:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Ísland hefur unnið báða leikina til þessa, 3-0 gegn Slóvakíu og 6-0 gegn Eistlandi. Kosóvó vann Eistland 5-3 og tapaði 0-2 gegn Slóvakíu.
U16 karla mætir Svíþjóð í öðrum leik sínum í mótinu og hefst sá leikur kl. 13:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður einnig frá honum á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Ísland vann fyrsta leik sinn á mótinu gegn Sviss 2-0 á meðan Svíþjóð tapaði 0-3 fyrir Tékklandi.