• mið. 06. mar. 2024
  • Landslið
  • A karla
  • U16 karla
  • U16 kvenna
  • U20 karla
  • U21 karla

Ellefu landsleikir í mars

Mynd - Mummi Lú

Íslensk landslið leika 11 leiki í mars og verður því í nógu að snúast hjá hinum ýmsu liðum.

U17 karla lék fyrsta leik mánaðarins á fyrsta degi hans þegar liðið tapaði 1-4 gegn Finnlandi í seinni vináttuleik þjóðanna.

U16 kvenna

U16 ára landslið kvenna tekur þátt í UEFA Development Tournament á Norður Írlandi þar sem þær mæta Spáni, Belgíu og Norður Írlandi dagana 10.-15. mars. Hægt er að sjá hóp liðsins fyrir mótið á vef KSÍ.

Hópur U16 kvenna

Mótið á vef KSÍ

U16 karla

U16 ára landslið karla leikur einnig í mars í UEFA Development Tournament og fer þeirra mót fram á Gíbraltar dagana 14.-19. mars. Hægt er að sjá hóp liðsins fyrir mótið á vef KSÍ.

Hópur U16 karla

Mótið á vef KSÍ

U20 karla

U20 ára landslið karla mætir Ungverjalandi í tveimur vináttuleikjum og fara þeir báðir fram í Györ í Ungverjalandi. Fyrri leikurinn verður leikinn 20. mars og sá seinni 22. mars.

Mótið á vef KSÍ

U21 karla

U21 ára landslið karla mætir Tékklandi, ytra, í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2025 26. mars. Ísland er í þriðja sæti riðilsins eftir að hafa leikið þrjá leiki á meðan Tékkland er í fjórða sæti eftir að hafa einnig leikið þrjá leiki. Liðin mættust á Víkingsvelli 12. september og vann Ísland þar dramatískan 2-1 sigur.

Mótið á vef KSÍ

A karla

A landslið karla leikur í umspili fyrir EM 2024 og mætir þar Ísrael í undanúrslitum. Í hinum leiknum mætast Úkraína og Bosnía og Hersegóvína. Sigurvegarar leikjanna mætast svo í úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM 2024 á meðan þau lið sem tapa mætast í vináttuleik. Ljóst er að Ísland mun spila tvo útileiki í glugganum, en liðið mætir Ísrael í Búdapest 21. mars. Mæti liðið Úkraínu í seinni leiknum verður sá leikur leikinn í Póllandi en í Sarajevo ef liðið mætir Bosníu og Hersegóvínu.

Mótið á vef KSÍ