KSÍ auglýsir eftir starfsmanni í dómaramál
KSÍ óskar eftir að ráða starfsmann í dómaramál á skrifstofu sambandsins. Mikilvægt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á knattspyrnu og kostur er ef viðkomandi hefur þekkingu á dómaramálum.
Verkefni:
Starfsmaðurinn mun starfa á innanlandssviði með dómarastjóra og öðrum hjá KSÍ við að sinna almennri vinnu við dómaramál og önnur tilfallandi verkefni. Hann mun m.a. hafa umsjón með ferðatilhögun dómara, umsjón með búnaði dómara, aðstoða við niðurröðun á leiki, við skipulag námskeiða, við útgáfu námsefnis tengt dómaramálum og styðja félögin við fjölgun dómara.
Starfsmaðurinn þarf að vera tilbúinn til að vinna utan hefðbundins skrifstofutíma.
Hæfniskröfur:
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Góð íslensku- og enskukunnátta.
- Góð almenn þekking á knattspyrnuhreyfingunni á Íslandi, góð þekking á dómaramálum er kostur.
- Viðkomandi þarf að eiga auðvelt með að vinna í teymi starfsmanna og þarf að eiga auðvelt með samskipti.
Nánari upplýsingar veitir Birkir Sveinsson sviðsstjóri innanlandssviðs KSÍ (birkir@ksi.is).
Umsóknum ásamt sakarvottorði ber að skila með tölvupósti á netfangið birkir@ksi.is eigi síðar en 15. október.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. desember næstkomandi.