• mán. 08. des. 2025
  • Landslið
  • U19 kvenna
  • U17 kvenna
  • U17 karla

Dregið í undankeppni EM hjá yngri landsliðum í vikunni

Dregið verður í seinni umferð undankeppni EM 2026 hjá yngri landsliðum í vikunni.

Á miðvikudag kl. 11:15 verður dregið í seinni umferð undankeppni EM 2026 hjá U17 karla. Ísland er þar í A deild og verður í efsta styrkleikaflokki. Riðlarnir verða leiknir í vor, en lokakeppnin fer fram í Eistlandi.

Á fimmtudag fara fram tveir drættir, hjá U19 og U17 kvenna. Drátturinn hjá U17 kvenna hefst kl. 08:30 og verður Ísland þar í A deild eftir að hafa unnið sinn riðil í B deild í fyrri umferð undankeppninnar. Drátturinn hjá U19 kvenna hefst kl. 10:00 og verður Ísland þar áfram í A deild eftir að hafa endað í þriðja sæti síns riðils í fyrri umferð undankeppninnar.

U19 karla tókst ekki að tryggja sér sæti í milliriðlum sinnar undankeppni og verða því ekki á meðal þátttakenda í vor.

Hægt verður að fylgjast með dráttunum á vef UEFA.