Leikmannamyndir á vef KSÍ

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net

Leikmannamyndir á vef KSÍ

Á vef KSÍ er boðið upp á þann möguleika að birta mynd af leikmanni í upplýsingaspjaldi viðkomandi leikmanns.  Eingöngu eru birtar myndir af leikmönnum meistaraflokka og þær myndir sem birtar eru þurfa að koma frá félagi viðkomandi leikmanns.  Félag leikmannsins ber jafnframt ábyrgð á því að tryggja að myndir af leikmönnum séu uppfærðar (t.d. eftir félagaskipti eða þegar skipt er um búninga/samstarfsaðila).  Myndir af leikmönnum og fyrirspurnir um leikmannamyndir á vef KSÍ sendist á media@ksi.is.

Þegar myndir eru sendar þarf að:

Taka bakgrunninn af myndunum.

Skrá nafn á hverja mynd fyrir sig með nafni leikmannsins og fyrstu sex tölur í kennitölu hans.

Dæmi:

Sigurður Sigurðsson-250489