Leikmannamyndir á vef KSÍ

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net

Leikmannamyndir á vef KSÍ

Á vef KSÍ er boðið upp á þann möguleika að birta mynd af leikmanni í upplýsingaspjaldi viðkomandi leikmanns. Félögum í Pepsi Max deildum og 1. deildum eru hvött til að senda til KSÍ, eigi síðar en viku fyrir fyrsta leik, portrettmyndir af sínum leikmönnum.

Eingöngu eru birtar myndir af leikmönnum meistaraflokka og þær myndir sem birtar eru þurfa að koma frá félagi viðkomandi leikmanns. Félag leikmannsins ber jafnframt ábyrgð á því að tryggja að myndir af leikmönnum séu uppfærðar (t.d. eftir félagaskipti eða þegar skipt er um búninga/samstarfsaðila). Myndir af leikmönnum og fyrirspurnir um leikmannamyndir á vef KSÍ sendist á media@ksi.is.

Þegar myndir eru sendar þarf að taka bakgrunninn af myndunum og skrá nafn á hverja mynd fyrir sig með nafni leikmannsins og fyrstu sex tölur í kennitölu hans.

Dæmi: Sigurður Sigurðsson-250489, Jóna Jónudóttir-281191