Tillögur



Þingskjöl
Fyrirvari: Ef misræmi er á milli texta á vefnum og í pdf skjölum gildir textinn í pdf skjölum.

#ÞingskjalFlutningsaðili
 Athugasemdir
1Ársskýrsla KSÍ og ársreikningur 2019Stjórn KSÍpdf

2Skýrslur nefnda KSÍ 2019 (rafrænt)
pdf
 
3Yfirlit þingskjalaStjórn KSÍpdf 
4DagskráStjórn KSÍpdf 
5Yfirlit yfir fjölda þingfulltrúaStjórn KSÍpdf 
6Fjárhagsáætlun 2020Stjórn KSÍpdf

7Tillaga til lagabreytingaStjórn KSÍpdf 
8Tillaga til lagabreytinga – Ágreiningsmál og staðalsamningur þjálfaraStjórn KSÍpdf 
9Tillaga til lagabreytinga - Leyfiskerfi í efstu deild kvennaStjórn KSÍpdf 
10Tillaga til lagabreytinga – Fjölgun félaga í Pepsi Max-deild karlaÍApdf Ath. frá Fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ
Ath. frá Mótanefnd KSÍ
Ath. frá starfshópi
11Tillaga til ályktunar – Fjöldi leikmanna á leikskýrslu í yngri flokkumÍApdf
Ath. frá Mótanefnd KSÍ
12Tillaga til ályktunar – Dómarastörf í 2. aldursflokkiÍApdfAth. frá Dómaranefnd KSÍ
Ath. frá Fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ
13 Tillaga til ályktunar - Leikmannasamningar í 1. og 2. deild kvennaÍRpdf
Ath. frá samninga- og félagaskiptanefnd KSÍ
14   Tillaga til ályktunar - Endurgreiðslur skatta og gjalda til félagasamtaka Stjórn KSÍpdf   
              
              
    Fundargerð Laga- og leikreglanefndar KSÍ 28. janúar 2020 pdf
 
    Fundargerð Laga- og leikreglanefndar KSÍ 4. febrúar 2020 pdf
 
        
        

 

Héraðssambandið Hrafnaflóki                                                     HHF                 
         Þátttaka ekki stöðug                              0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 0 
Héraðssamband Bolungarvíkur                                                   HSB             
          Þátttaka ekki stöðug                              0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 0
Héraðssamband Snæfells og Hnappadalssýslu                          HSH
          Víkingur                                                3
          Snæfell                                                 1
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 4
Héraðssambandið Skarphéðinn                                                  HSK
          Selfoss                                                 4
          Ægir                                                     1
          Hamar                                                  1
          KFR                                                      1
          Árborg                                                  1
          Stokkseyri                                             0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 8
Héraðssamband Strandamanna                                                  HSS
          Þátttaka ekki stöðug                              0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 0
Héraðssamband Vestfirðinga                                                      HSV
          Vestri                                                    3
          Hörður Í                                                0                
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 3
                                                                                                       
Héraðssamband Þingeyinga                                                       HSÞ
          Magni                                                   3
          Völsungur                                             3
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 6
Íþróttabandalag Akraness                                                           ÍA
          ÍA                                                         4
          Kári                                                      2      
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 6
Íþróttabandalag Akureyrar                                                          ÍBA
          KA                                                        4
          Þór                                                       3
          Hamrarnir                                             1
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 8             

Íþróttabandalag Hafnarfjarðar                                                     ÍBH
          FH                                                        4
          Haukar                                                 3
          ÍH                                                         1
          KÁ                                                        0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 8
 
Íþróttabandalag Reykjanesbæjar                                                 ÍRB
          Keflavík                                                3
          Njarðvík                                                2                                    
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 5
Íþróttabandalag Reykjavíkur                                                       ÍBR
          Fylkir                                                    4
          KR                                                        4
          Valur                                                    4
          Víkingur                                                4
          Fjölnir                                                   4
          Þróttur                                                  4
          Fram                                                    3
          Leiknir                                                  3
          ÍR                                                         2
          KH                                                        1
          KV                                                        1
          Vængir Júpiters                                     1
          Afríka                                                   1      
          Berserkir                                               1
          KB                                                        1
          Léttir                                                     1
          Mídas                                                   1
          Kórdrengir                                             0
          Björninn                                                0
          Elliði                                                     0
          KM                                                       0
          SR                                                        0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 40
Ungmenna- og Íþróttasamband Fjallabyggðar                            UÍF
          KF                                                        2
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 2
Íþróttabandalag Vestmannaeyja                                                  ÍBV
          ÍBV íþróttafélag                                     4
          KFS (Framherjar og Smástund)             1
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 5

Íþróttabandalag Suðurnesja                                                        ÍS
          Grindavík                                              3
          Víðir                                                     2
          Þróttur                                                  2
          Reynir                                                   1
          GG                                                       0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 8
Ungmenna- og íþróttasamband Dalamanna og N- Breiðfirðinga UDN
          Þátttaka ekki stöðug                              0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 0
Ungmenna- og Íþróttasamband Austurlands                              UÍA
          Leiknir                                                  3
          Fjarðabyggð (Valur, Þróttur, Austri og Súlan)  2      
          Einherji                                                 1
          Höttur/Huginn                                        1
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 7
Ungmennasamband Eyjafjarðar                                                  UMSE
          Dalvík/Reynir                                        2
          Samherjar                                             0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 2
Ungmennasamband Borgarfjarðar                                              UMSB
          Skallagrímur                                         1                                              
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 1
Ungmennasamband Kjalarnesþings                                           UMSK
          Breiðablik                                              4
          Grótta                                                   4
          HK                                                        4
          Stjarnan                                                4
          Afturelding                                            3
          Augnablik                                              3
          KFG                                                     1
          Álftanes                                                1
          Hvíti riddarinn                                        1
          Ísbjörninn                                              1
          Kría                                                      1
          Ýmir                                                     1
          Vatnaliljur                                              1
          Álafoss                                                 0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 29
Ungmennasamband Skagafjarðar                                               UMSS
          Tindastóll                                              3      
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 3

Ungmennasamband A-Húnvetninga                                            USAH
Ungmennasamband V-Húnvetninga                                            USVH
          Kormákur/Hvöt                                      1
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 1
Ungmennasambandið Úlfljótur                                                   USÚ
          Sindri                                                    1                
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 1
Ungmennasamband V-Skaftafellssýslu                                       USVS
          Þátttaka ekki stöðug                              0
Alls þingfulltrúar 2020                                                                 0

 

Alls eiga 147 fulltrúar rétt til setu á ársþingi KSÍ 2020
 
Fyrirvari er gerður um breytingar sem kunna að verða á fjölda þingfulltrúa eftir að þátttökutilkynningar fyrir keppnistímabilið 2020 liggja fyrir.




Tillaga til lagabreytinga

 Tillaga stjórnar KSÍ 

Greinar 6, 11 og 14 í lögum KSÍ

 

Tillagan hljóðar svona:

Lagt er til að ársþing KSÍ 2020 samþykki tillögu að breytingum á greinum 6, 11 og 14 í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 6: 

6. grein - Aðrar skyldur

6.1. Aðildarfélög, KSÍ, leikmenn og aðrir innan KSÍ skuldbinda sig til að leika knattspyrnu í samræmi við knattspyrnulögin og í samræmi við lög og reglur FIFA/UEFA.

6.2. Aðildarfélag skuldbindur sig til að vinna gegn ólöglegri veðmálastarfsemi og hagræðingu úrslita leikja. Aðilum sem falla undir lög þessi og taka þátt í knattspyrnuleikjum á vegum KSÍ er óheimilt að taka þátt í veðmálastarfsemi, með beinum eða óbeinum hætti, í tengslum við eigin leiki og eigin mót. Bann þetta tekur einnig til miðlunar upplýsinga í þeim tilgangi að hafa áhrif á veðmál og fela í sér fjárhagslegan ávinning.

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 11: 

 

 

11. grein - Dagskrá

11.1. Dagskrá knattspyrnuþings er:

a. Þingsetning og staðfesting á lögmæti þingsins í samræmi við lög þessi.

b. Kosning þriggja manna kjörbréfanefndar.

c. Kosning fyrsta og annars þingforseta.

d. Kosning fyrsta og annars þingritara.

e. Ávörp gesta.

f. Álit kjörbréfanefndar og það samþykkt.

g. Lögð fram skýrsla fráfarandi stjórnar.

h. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar KSÍ.

i. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, skýrslan og reikningar lagðir undir samþykki.

j. Stjórn KSÍ leggur fram tillögu að fjárhagsáætlun og starfsáætlun fyrir næsta starfsár.

k. Tillögur um breytingar á lögum og reglugerðum teknar til afgreiðslu.

l. Tillögur um önnur mál sem borist hafa til stjórnar teknar til afgreiðslu.

m. Önnur mál.

n. Kosningar. Álit kjörnefndar.

1. Kosning stjórnar.

a. Kosning formanns (annað hvert ár).

b. Kosning 4ra manna í stjórn.

c. Kosning 3ja varamanna í stjórn.

2. Kosning fulltrúa frá landsfjórðungum.

a. Kosning 4ra manna frá landsfjórðungum (annað hvert ár).

b. Kosning 4ra varamanna frá landsfjórðungum (annað hvert ár).

3. Kosning fulltrúa á íþróttaþing ÍSÍ.

4. Kosning löggilts endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis.

5. Kosning í aga- og úrskurðarnefnd KSÍ (8 menn).

6. Kosning í áfrýjunardómstól KSÍ (3 aðalmenn og 5 varamenn).

7. Kosning í leyfisráð KSÍ (5 menn).

8. Kosning í leyfisdóm KSÍ (5 menn).

9. Kosning fulltrúa í kjaranefnd

a. Kosning 3ja manna í kjaranefnd (annað hvert ár).

b. Kosning varamanns í kjaranefnd (annað hvert ár).

10. Kosning kjörnefndar, (3 menn), er starfi milli þinga.

o. Tilnefning og staðfesting eins fulltrúa ÍTF í stjórn (annað hvert ár).

p. o. Fundargerð þingsins borin upp til afgreiðslu.

r. p. Þingslit.

11.2 Stjórn KSÍ skal senda ÍSÍ og sambandsaðilum KSÍ fundargerð þingsins innan tveggja mánaða.

 

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 14:

V. STJÓRN KSÍ

14. grein - Skipulag stjórnar KSÍ

14.1. Stjórn KSÍ skal skipuð tíu mönnum að formanni meðtöldum og þremur varamönnum. Varamenn taka sæti í stjórninni ef aðalmaður forfallast í sömu röð og þeir eru kosnir. Níu fulltrúar í stjórn KSÍ eru kjörnir beinni kosningu á af ársþingi KSÍ. Tilnefning fulltrúa ÍTF skv. ákvæði 14.2. skal lögð fyrir ársþing til staðfestingar.

Greinargerð

Breytingartillögur þessar eru lagðar fram af stjórn KSÍ. Á ársþingi KSÍ 2019 voru samþykktar heildarbreytingar á lögum KSÍ. Voru lögin samþykkt með þeim fyrirvara að þau myndu öðlast gildi að lokinni staðfestingu framkvæmdastjórnar ÍSÍ í samræmi við 46. grein laganna. Eftir yfirferð sína gerði Framkvæmdastjórn ÍSÍ athugasemdir við nýsamþykkt lög en staðfesti þau engu að síður með þeim fyrirvara að á knattspyrnuþingi árið 2020 yrðu lagðar til breytingar til úrbóta. Því er tillaga þessi lögð fram af stjórn KSÍ. Tillögð breyting á grein 6 er tilkomin vegna breytinga sem orðið hafa á lögum ÍSÍ.

 

 

Stjórn KSÍ

Tillaga til lagabreytinga

 Ágreiningsmál og staðalsamningur þjálfara 

Grein 29 í lögum KSÍ

 

Tillagan hljóðar svona:

Lagt er til að ársþing KSÍ 2020 samþykki tillögu að breytingum á grein 29 í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 29: 

29. grein – Samninga- og félagaskiptanefnd

29.1. Samninga- og félagaskiptanefnd hefur eftirlit með félagaskiptum leikmanna og samningum leikmanna og þjálfara við aðildarfélög KSÍ. Nefndin starfar skv. reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.

29.2. Um hæfi þeirra sem skipa samninga- og félagaskiptanefnd skal farið eftir hæfisreglum stjórnsýslulaga. Þeir sem skipaðir eru í samninga- og félagaskiptanefnd skulu ekki sitja í stjórnum aðildarfélaga.

Greinargerð

Undanfarin misseri hafa átt sér stað viðræður á milli KSÍ og knattspyrnuþjálfarafélags Íslands KÞÍ um mögulega innleiðingu á staðalsamningum fyrir þjálfara í regluverk KSÍ. Nánar tiltekið hefur það verið skoðun stjórnar KÞÍ um nokkurt skeið að úrbóta sé þörf á stöðu þjálfara. Eitt þeirra atriða lýtur að núverandi fyrirkomulagi í ágreiningsmálum milli þjálfara og félaga/knattspyrnudeilda. Það er, að skjóta þurfi slíkum ágreiningsmálum til dómstóla þar sem ekki eru til staðar úrræði innan knattspyrnuhreyfingarinnar að leysa úr slíkum málum. Það er skoðun stjórnar KÞÍ að knattspyrnuþjálfarar standi að þessu leyti höllum fæti gagnvart mörgum öðrum starfsstéttum sem t.d. hafa ýmis úrræði að leita réttar síns á grundvelli kjarasamninga. Hefur stjórn KÞÍ m.a. bent á þetta á opinberum vettvangi og í skriflegum erindum til KSÍ, t.d. í bréfum 11. október 2017 og 9. desember 2018. Það er skoðun stjórnar KSÍ og stjórnar KÞÍ að úrbætur verði ekki knúðar fram nema um það sé samstaða innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Af þeim ástæðum samþykkti stjórn KSÍ á fundi sínum þann 22. nóvember 2019 að leggja það til að ársþing 2020 samþykkti framangreinda breytingartillögu á lögum KSÍ.  Verði tillaga þessi samþykkt mun stjórn KSÍ í samvinnu við stjórn KÞÍ innleiða staðalsamning KSÍ fyrir þjálfara og gera um leið nauðsynlegar breytingar í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.

Stjórn KSÍ

Tillaga til lagabreytinga

 Leyfiskerfi í efstu deild kvenna 

Grein 35 í lögum KSÍ

 

Tillagan hljóðar svona:

Lagt er til að ársþing KSÍ 2020 samþykki tillögu að breytingum á grein 35 í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við lögin er grænmerkt. Tillagðar breytingar eru eftirfarandi:

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 35: 

35. grein - Leyfiskerfi

35.1. Aðildarfélög, sem eiga rétt á þátttöku í efstu og 1. deild Íslandsmótsins í meistaraflokki karla og í efstu deild Íslandsmótsins í meistaraflokki kvenna skulu árlega sækja um þátttökuleyfi.

35.2. Til þess að fá þátttökuleyfi skulu félögin uppfylla tilteknar kröfur KSÍ varðandi skipulag, aðstöðu og fjármál. Kröfurnar eru byggðar á samræmdum staðli UEFA og íslenskum aðstæðum.

35.3. Stjórn KSÍ skal gefa út leyfishandbók KSÍ, sem gerir grein fyrir ofangreindum kröfum og leyfisferlinu. Leyfishandbókin skal vera samþykkt af UEFA.

35.4. Leyfisnefndir, kjörnar á knattspyrnuþingi, stýra leyfisferlinu ásamt leyfisstjóra sem starfar á skrifstofu KSÍ.

 

Greinargerð

Frá upphafi árs 2018 hefur átt sér stað undirbúningsvinna vegna mögulegrar innleiðingu á leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna. Alþjóða knattspyrnusambandið (FIFA) valdi KSÍ úr hópi evrópskra knattspyrnusambanda til að taka þátt í nýju tilraunarverkefni FIFA um kvennaknattspyrnu (Women‘s football development pilot project 2018). Markmið verkefnisins var nota leyfiskerfi sem verkfæri til að hækka staðla og umgjörð kvennaboltans, ásamt því að stuðla að meiri fagmennsku. Við vinnslu verkefnsins var megináhersla lögð á að undirbúa og kanna landslagið fyrir leyfiskerfi innan kvennaboltans hér á landi.

Eftir að starfshópur um endurskoðun á kvennaknattspyrnu var skipaður í kjölfar samþykktar á ársþingi 2019, var fram haldið við að skoða hvort setja ætti á fót leyfiskerfi fyrir efstu deild kvenna. Það er ljóst að mati starfshópsins og  stjórnar KSÍ að það liggja mörg tækifæri til framfara þegar kemur að kvennaknattspyrnu og innleiðingu á leyfiskerfi fyrir efstu deild. Leyfiskerfið hefur gefið góða reynslu í efstu deildum karla hér á landi og hefur það bætt til muna faglega umgjörð íþróttinnar. Af þeim ástæðum samþykkti stjórn KSÍ á fundi sínum þann 12. desember sl. að  leggja það til samþykktar á ársþingi sambandsins árið 2020 að sett verði á laggirnar leyfiskerfi í efstu deild kvenna sem tekur mið af leyfiskerfi

UEFA fyrir þátttöku í meistaradeild kvenna. Þar með verði tekið mikilvægt skref fyrir frekari þróun kvennaknattspyrnunnar hér á landi.

Verði tillaga þessi samþykkt mun stjórn KSÍ innleiða leyfiskerfi fyrir félög í efstu deild kvenna árið 2021 sem tekur mið af leyfiskerfi UEFA sem gildir fyrir þátttöku í meistararadeild kvenna. Sjá Viðauka I.


Viðauki I

 

Leyfisforsendur fyrir Meistaradeild UEFA fyrir konur

Til að öðlast rétt til að taka þátt í Meistaradeild UEFA fyrir konur, verður leyfisumsækjandi að uppfylla eftirfarandi forsendur þátttökuleyfis.

 

KNATTSPYRNULEGAR FORSENDUR 

 

1. Yngri lið 

a) Gerð er krafa um tiltekinn fjölda unglingaliða hjá leyfisumsækjanda sem eru skilgreindur hluti af félaginu, eða bundinn félaginu á löggildan hátt samkvæmt keppnisreglum KSÍ.  Miða skal við eftirfarandi:

i)   a.m.k. eitt unglingalið á aldrinum 15-19 ára (2. og 3. flokkur),

ii)  a.m.k. tvö unglingalið á aldrinum 11-14 ára (4. og 5. flokkur).

b) Öll yngri lið kvenna á aldursbilinu 11-19 ára verða að taka þátt opinberum mótum sem eru undir stjórn eða viðurkennd af KSÍ.

c) Afreks leikmaður telst sá leikmaður í 2., 3., eða 4. aldursflokki, sem leikur með liði félags, sem er efst í keppnisröð innan síns aldursflokks (venjulega nefnt A-lið), og kemur til greina eða hefur verið valinn til þátttöku á afreks- og/eða landsliðæfingum KSÍ. Félag skal að lágmarki skrá 18 afreks leikmenn í hverjum þessara aldursflokka, nema iðkendafjöldi viðkomandi aldursflokks nái ekki viðmiðuðum lágmarksfjölda.

2. Læknisskoðun leikmanna

a)  Leyfisumsækjandi í efstu deild, sem unnið hefur sér þátttökurétt í Meistaradeild UEFA fyrir konur, skal tryggja að allir leikmenn í meistaraflokki, sem eru gjaldgengir í mótinu, gangist undir læknisskoðun í samkvæmt reglugerð UEFA um læknisfræðileg málefni.

b) Leyfisumsækjandi í efstu deild, sem unnið hefur sér þátttökurétt í Meistaradeild UEFA fyrir konur, skal  tryggja að allir afreks leikmenn yfir 12 ára aldri (2., 3. og 4. flokkur), sbr. skilgreiningu í grein 1c í Viðauka VII, fari í gegnum læknisskoðun fyrir viðkomandi keppnistímabil samkvæmt forskrift KSÍ og íslenskri löggjöf. Staðfesting læknis á að læknisskoðunin hafi farið fram skal lögð fram af leyfisumsækjanda með leyfisumsókn.

3. Skráning leikmanna  

Allir leikmenn leyfisumsækjanda, þar með taldir leikmenn í yngri flokkum frá því almanaksári sem þeir verða 9 ára, skulu skráðir sem leikmenn hjá KSÍ, samkvæmt viðeigandi greinum í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, og samsvarandi FIFA reglugerð.

4.   Skriflegir samningar við leikmenn  

Leikmenn leyfisumsækjanda sem skilgreinast sem samnings- eða sambands leikmenn (samkvæmt reglum FIFA um stöðu og félagaskipti leikmanna) skulu vera með skriflegan leikmannasamning (leikmanns- eða sambandssamning) við leyfisumsækjanda samkvæmt viðeigandi greinum í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga og samsvarandi FIFAreglugerð.

5.    Dómgæsla og knattspyrnulögin  

Leyfisumsækjandi verður að sýna fram á að a.m.k. fyrirliði meistaraflokks og aðalþjálfari meistaraflokks hafi sótt fundi eða kynningu um dómgæslu og knattspyrnulögin á vegum KSÍ á undangengnu ári, þ.e. á árinu á undan leyfistímabilinu.

6.    Jafnrétti kynþátta og vinna gegn mismunun  

Leyfisumsækjandi skal móta og framfylgja stefnu um hvernig glíma skuli við kynþáttamisrétti og mismunun í knattspyrnu. Taka skal mið af 10 þrepa áætlun UEFA um kynþáttamisrétti í Reglugerð UEFA um öryggi og gæslu á leikvöngum.

7.    Verndun og velferð barna  

Sérhver leyfisumsækjandi skal móta stefnu og leiðbeiningar, í takt við stefnumótun ÍSÍ og UEFA til að vernda og tryggja öryggi og velferð ungra leikmanna. Þær skulu tryggja að þeir séu í öruggu umhverfi þegar þeir taka þátt í atburðum sem eru skipulagðir af leyfisumsækjanda. 

 

MANNVIRKJAFORSENDUR  

 

8.    Leikvangur – keppnisvöllur félags í Meistaradeild UEFA fyrir konur 

a)  Leyfisumsækjandi verður að hafa aðgang að leikvangi sem uppfyllir öll lágmarksskilyrði til keppni samkvæmt Reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga, og samkvæmt Mannvirkjareglugerð UEFA fyrir Meistaradeild UEFA fyrir konur.  Þá þarf hann að vera innan yfirráðasvæðis KSÍ og vera vottaður af KSÍ.

b)  Ef leyfisumsækjandi er ekki eigandi leikvangsins verður hann að geta lagt fram skriflegan samning við eiganda leikvangsins sem það hyggst nota.

c)  Það verður að vera tryggt að hægt sé að nota leikvanginn fyrir heimaleiki leyfisumsækjanda í Meistarakeppni UEFA fyrir konur á leyfistímabilinu.

d)  Leikvangurinn, sem leyfisumsækjandi notar til keppni (eigin leikvangur eða leigður-/ lánsleikvangur) verður að uppfylla þær kröfur sem settar eru fram í Reglugerð KSÍ um knattspyrnuleikvanga.  Fyrir keppni í Meistaradeild UEFA fyrir konur er gerð krafa um að leikvangurinn uppfylli  a.m.k. kröfur samkvæmt KSÍ flokki C (UEFA flokki 1).

9.    Æfingaaðstaða – tiltæk fyrir félag 

a) Leyfisumsækjandi verður að hafa æfingaaðstöðu tiltæka allt árið.

b)  Það verður að vera tryggt að æfingaaðstaðan sé aðgengileg á komandi leyfistímabili fyrir öll lið félagsins, þar á meðal yngri flokkana.

 

STARFSFÓLKS- OG STJÓRNUNARFORSENDUR 

 

10. Skrifstofa félags  

Leyfisumsækjandi skal hafa skrifstofu fyrir framkvæmdastjóra/starfsmann og aðra aðila félagsins, s.s. stjórn, þjálfara, leikmenn og annað starfslið við stjórnun.  Skrifstofan verður að vera búin nauðsynlegum tæknibúnaði til að hafa samskipti við KSÍ, almenning og aðra.  Meðal nauðsynlegs búnaðar er GSM-sími, bréfasími, tölvupóstfang, vefsíða. Skrifstofan skal vera opin að jafnaði a.m.k. 2 tíma á dag að sumarlagi, og a.m.k. 4 tíma í viku að vetrarlagi.

11.   Framkvæmdastjóri / starfsmaður  

Leyfisumsækjandi skal hafa starfsmann sem er ráðinn af stjórn félagsins.  Hann skal ábyrgur fyrir daglegum rekstri þess tengdum kvennaknattspyrnu.  Réttindum og skyldum starfsmanns skal lýst í samningi eða starfsskilmálum, þar sem fram kemur nauðsynlegt umboð hans til að koma fram fyrir hönd félagsins.  Ekki er gerð krafa um að starfsmaðurinn sé í fullu starfi.  Mælt er með að hann sé a.m.k. í hálfu starfi, en heimilt er að sjálfboðaliði gegni starfinu.

12.    Læknir 

Leyfisumsækjandi skal hafa í þjónustu sinni a.m.k. einn lækni.  Verkefni hans eru m.a.: - að sjá til þess að viðeigandi ráðstafanir séu gerðar til að leikmenn meistaraflokks kvenna hjá félaginu fái sem besta sjúkrameðferð á æfingum og í leikjum, - eftirlit og ráðgjöf vegna meiðsla leikmanna og líkamsástands þeirra, - eftirlit og ráðgjöf vegna lyfjanotkunar, - stefnumótun í forvörnum gegn lyfjamisnotkun á vegum félagsins.  Læknirinn verður að vera með gilt starfsleyfi frá heilbrigðisyfirvöldum (Landlæknisembættinu).

13.   Sjúkraþjálfari 

Leyfisumsækjandi skal hafa í þjónustu sinni a.m.k. einn sjúkraþjálfara. Hann ber ábyrgð á sjúkraþjálfun og ráðgjöf við nudd hjá meistaraflokki kvenna á æfingum og í leikjum hjá félaginu.  Jafnframt skal hann vinna að forvörnum vegna meiðsla og að fræðslu leikmanna og þjálfara um íþróttameiðsli, orsök þeirra og afleiðingar, og að öðrum tengdum verkefnum.  Sjúkraþjálfarinn verður að vera með gilt starfsleyfi frá heilbrigðisyfirvöldum (Landlæknisembættinu).

14.    Aðalþjálfari meistaraflokks kvenna  

Leyfisumsækjandi verður að hafa skipað aðalþjálfara sem er ábyrgur fyrir knattspyrnulegri stjórnun meistaraflokks kvenna hjá félaginu.  Hann ber faglega ábyrgð á starfi og árangri flokksins. H Hann verður a.m.k. að uppfylla eina af eftirfarandi lágmarkskröfum um menntun:

a)  KSÍ A / UEFA A þjálfaragráðu sem er í gildi (æðsta þjálfaragráða KSÍ), eða

b)  gilda þjálfaragráðu sem metin er sem sambærileg við KSÍ A / UEFA A og viðurkennd af UEFA sem slík.

15.   Þjálfari unglingastarfs   

Leyfisumsækjandi verður að hafa minnst einn þjálfara fyrir hvern aldursflokk kvenna 12 ára og eldri hjá félaginu, þ.e. 2., 3. og 4. flokk, sem hefur gilda KSÍ B / UEFA B þjálfaragráðu og hefur jafnframt lokið stigi KSÍ V, og er ábyrgur fyrir flokknum og knattspyrnulegu uppeldi í honum.

16. Réttindi og skyldur 

Réttindi og skyldur starfsliðs, sem er fjallað um í greinum 10-15, skulu skilgreind skriflega.

17. Skylda um endurráðningu á leyfistímabilinu 

a) Ef starf sem er skilgreint í greinum 10-15 losnar á leyfistímabilinu, þá ber leyfishafa að tryggja að við starfinu taki einstaklingur sem fullnægir þeim kröfum sem gerðar eru til starfsins, innan 60 daga að hámarki.

b) Ef starf sem er skilgreint í greinum 10-15 losnar á leyfistímabilinu vegna veikinda eða slyss getur leyfisveitandi framlengt 60 daga tímabilið, en þó aðeins ef augljóst er að viðeigandi starfsmaður getur enn ekki tekið aftur við starfinu af heilbrigðisástæðum. 

c) Leyfishafi skal tilkynna KSÍ, sem leyfisveitanda, um endurráðninguna strax, eða eigi síðar en innan viku.

 

LAGALEGAR FORSENDUR  

 

18. Yfirlýsing um að virða reglur sem gilda vegna þátttöku í Meistaradeild UEFA fyrir konur 

a)  Leyfisumsækjandi verður að staðfesta með löggildri yfirlýsingu að hann:

i) viðurkenni og virði lög, reglugerðir, tilmæli og ákvarðanir FIFA, UEFA og KSÍ, og viðurkenni jafnframt dómsvald Íþróttadómstólsins í Lausanne (CAS) eins og kveðið er á um í viðeigandi greinum í lögum UEFA,

ii) muni taka þátt í keppnum á Íslandi sem eru á vegum KSÍ eða viðurkenndar af KSÍ (Íslandsmót, bikarkeppnir, o.s.frv.),

iii) muni á alþjóðavettvangi taka þátt í keppnum viðurkenndum af UEFA eða FIFA; til að taka af allan vafa þá nær þetta ákvæði ekki yfir vináttuleiki,

iv) muni tilkynna leyfisveitanda strax um sérhverja umtalsverða breytingu, atburð eða skilyrði, sem hefur mikla fjárhagslega þýðingu,

v) muni hlíta og fylgja ákvæðum og skilyrðum Leyfisreglugerðar KSÍ,

vi) muni hlíta og fylgja ákvæðum og skilyrðum Reglugerðar UEFA um þátttökuleyfi og fjárhagslega háttvísi, 

vii) tryggi að öll framlögð gögn til KSÍ séu fullgerð og rétt,

viii)  gefi leyfisstjórn og leyfisnefndum KSÍ, leyfisstjórn UEFA, Eftirlitsnefnd UEFA með fjárhag félaga og öðrum viðeigandi dómstólum (Organs for Administration of Justice) heimild til að skoða hvaða gögn sem við eiga, og leita allra upplýsinga sem nauðsynlegar eru til útgáfu þátttökuleyfisins, hjá yfirvöldum eða fyrirtækjum sem heimildir eru um samkvæmt íslenskum lögum.

ix)   viðurkenni rétt UEFA til að gera skyndikannanir á Íslandi samkvæmt grein 73 í reglugerð UEFA um þátttökuleyfi og fjárhagslega háttvísi.

b)  Þessi staðfesting skal lögð fram með formlegri undirskrift sem er ekki eldri en þriggja mánaða við afhendingu leyfisgagna til leyfisveitanda.

19.    Lágmarks lagalegar upplýsingar 

a) Leyfisumsækjandi verður að láta leyfishafa í té afrit af gildandi lögum sínum. Lögin skal jafnframt birta á vefsíðu félagsins.

b) Leyfisumsækjandi verður ennfremur að láta KSÍ í té upplýsingar, annað hvort með listun úr opinberri skrá, eða listun úr félagaskrá KSÍ/ÍSÍ með eftirfarandi upplýsingum um félagið:

i) Fullt löggilt nafn,

ii) aðsetur (heimilisfang),

iii) lögformlega uppbyggingu,

iv) lista yfir löggilda fulltrúa (fullt nafn og heimilisfang), og

v) gerð undirskriftar sem krafist er fyrir formlegar athafnir (einstakar, sameiginlegar, o.s.frv.).

 

FJÁRHAGSLEGAR FORSENDUR 

 

20.  Ársreikningur 

a)  Án tillits til lagaumhverfis leyfisumsækjanda skal hann láta útbúa og skila til leyfisveitanda ársreikningi sem er miðaður við tímabilið 1. janúar til 31. desember (almanaksárið) og skal hann saminn í samræmi lög um ársreikninga nr. 3/2006 en með sundurliðun um sértæka knattspyrnulega þætti samkvæmt reglugerð þessari. Ársreikningurinn skal tilbúinn fyrir viðeigandi tímamörk leyfisumsóknar til KSÍ (20. febrúar og 5. apríl fyrir fjárhagsforsendur), og þar með fyrir þá dagsetningu þegar KSÍ sendir lista um leyfisákvarðanir KSÍ til UEFA (31. maí).  

b) Hjá félögum í efstu deild kvenna er fullnægjandi að áritun endurskoðanda sé könnunaráritun (ISRE 2400), nema aðrar skyldur vegi þyngra þar.

c) Ársreikningurinn skal a.m.k. samanstanda af: Rekstrarreikningi, efnahagsreikningi, sjóðstreymi og skýringum.

21.   Engin vanskil við knattspyrnufélög, starfsmenn eða opinbera aðila /skattayfirvöld 

Leyfisumsækjandi þarf að sýna fram á hann sé ekki í vanskilum við önnur knattspyrnufélög vegna félagaskipta, starfsmenn eða eða opinbera aðila / skattayfirvöld, eins og þau eru skilgreind í greinum 53, 54 og 55 í reglugerðinni

Hugtakið „starfsmenn“ nær til eftirfarandi einstaklinga:

Allra samningsleikmanna („professional“ samkvæmt reglum FIFA um stöðu og félagaskipti leikmanna), og allra sambandsleikmanna samkvæmt reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga, sem og stjórnenda, þjálfara, sjúkrastarfsmanna og annarra starfsmanna sem eru skilgreindir undir 11-15 hér að ofan.

Stjórn KSÍ

Tillaga til lagabreytinga

 Fjölgun í Pepsi Max deild karla

Grein 33 í lögum KSÍ

 

Tillagan hljóðar svona:

Lagt er til að ársþing KSÍ 2020 samþykki breytingar á grein 33.1. í lögum KSÍ með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við er grænmerkt.

Eftirfarandi breyting er lögð til á grein 33.1.:

33.1.     Í Íslandsmóti meistaraflokks karla skal þátttakandi liðum skipt í 5 deildir, efsta deild skal skipuð 1412 liðum, 1. deild 12 liðum, 2. deild 12 liðum, 3. deild 12 liðum og 4. deild skal skipuð þeim aðilum, sem ekki eiga lið i fjórum efstu deildunum.

Ákvæði til bráðabirgða 2020

Efsta deild karla skal skipuð 12 liðum árið 2020. Efsta deild karla skal skipuð 14 liðum árið 2021.

Í efstu deild karla árið 2021 leika 14 lið – þau lið sem hafna í 1.-11. sæti í efstu deild karla 2020 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 1. deild karla 2020.

Í 1. deild karla árið 2021 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í efstu deild karla 2020, þau lið sem hafna í 4.-11. sæti í 1. deild karla 2020 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 2. deild karla 2020.

Í 2. deild karla árið 2021 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í 1. deild karla 2020, þau lið sem hafna í 4.-11. sæti í 2. deild karla 2020 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 3. deild karla 2020.

Í 3. deild karla árið 2021 leika 12 lið – það lið sem hafnar í 12. sæti í 2. deild karla 2020, þau lið sem hafna í 4.-11. sæti í 3. deild karla 2020 og þau lið sem hafna í 1.-3. sæti í 4. deild karla 2020.

Í 4. deild karla árið 2021 leika þau lið, sem ekki eiga sæti í fjórum efstu deildunum.

Greinargerð

Lagt er til að liðum í efstu deild karla fjölgi úr 12 í 14 lið keppnistímabilið 2021. Keppnistímabilið 2020 fellur aðeins eitt lið úr efstu deild karla. Úr 1.- 4. deild karla fara þrjú lið upp úr hverri deild og eitt lið fellur úr hverri deild (sjá nánar í Viðauka I). Þetta fyrirkomulag er fyrst og fremst hugsað til þess að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að spila í meistaraflokki og fái þannig meiri spiltíma. Myndi það efla íslenska knattspyrnu til framtíðar.  Samhliða myndu þannig fleiri leikmenn fá betri leiki.

Félög á landinu, í 1.-4. deild, fá aukið svigrúm til endurskipulagningar á sínum rekstri í ljósi þess að færri lið falla milli deilda en áður. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis, og fyrirsjáanlegu framhaldi á því, er mikilvægt að félögin fái tækifæri til að skoða rekstur sinn og stefnur.  Samhliða því munu fleiri félög eiga möguleika á því að klífa upp milli deilda og komast þannig í auknar tekjur. Slíkt myndi leiða af sér betri og faglegri umgjörð sem er félögum til mikilla hagsbóta.

 

ÍA

 

Viðauki I

Tillaga að fjölgun liða í Pepsi Max karla árið 2021

Með þessari tillögu er markmið okkar hjá Knattspyrnufélagi ÍA að efla íslenska knattspyrnu í heild sinni.

Útfærsla tillögu

Árið 2021 yrði Pepsi Max 14 liða deild

Áfram tvöföld umferð með sama leikjafyrirkomulagi.

Það þýðir 4 auka leikir sem yrðu allir spilaðir í apríl.

Í 2., 3. og 4. deild karla yrði óbreytt leikjafyrirkomulag

Fyrirsjáanlegir kostir tillögunnar

Þetta fyrirkomulag er fyrst og fremst hugsað til þess að fleiri ungir íslenskir leikmenn fái tækifæri til að spila í meistaraflokki og fái þannig meiri spiltíma. Myndi það efla íslenska knattspyrnu til framtíðar.

Samhliða myndu þannig fleiri leikmenn fá betri leiki.

Félög á landinu, í 1.-4. deild, fá aukið svigrúm til endurskipulagningar á sínum rekstri í ljósi þess að færri lið falla milli deilda en áður. Í ljósi erfiðs rekstrarumhverfis, og fyrirsjáanlegu framhaldi á því, er mikilvægt að félögin fái tækifæri til að skoða rekstur sinn og stefnur.

Samhliða því munu fleiri félög eiga möguleika á því að klífa upp milli deilda og komast þannig í auknar tekjur. Slíkt myndi leiða af sér betri og faglegri umgjörð sem er félögum til mikilla hagsbóta.

Ef einhverjar spurningar vakna eða þið sjáið fram á að ykkar félag vilji styðja þessa tillögu hvetjum við áhugasama til að hafa samband við okkur Skagamenn á skrifstofu félagsins í síma 431-1109 og 6916800 eða senda tölvupóst á netfangið kfia@kfia.ia

ÍA

Tillaga til ályktunar

 Fjöldi leikmanna á leikskýrslu í 2., 3. og 4. flokki 

Grein 9.3. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

 

Tillagan hljóðar svona:

Lagt er til að ársþing KSÍ 2020 samþykki breytingar á grein 9.3. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við er grænmerkt.

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 9.3.: 

9.3.        Í keppni 7og 8 og 11 manna liða er varamönnum og liðsstjórn heimilt að sitja á varamannabekk. Varamenn mega ekki vera fleiri en 5 og skulu þeir skráðir á leikskýrslu sem og nöfn allt að 5 manna í liðsstjórn. Í 2., 3. og 4. aldursflokki mega varamenn á leikskýrslu vera allt að 7 og nöfn allt að 5 manna í liðsstjórn. Í meistaraflokki mega varamenn þó vera allt að 7 og allt að 7 menn í liðsstjórn. Á leikskýrsluna skal tilgreina kennitölu leikmanna og forráðamanna (fæðingardag í tilfelli útlendinga).

Lagt er til að áfram verði hægt að skipta öllum (7) varamönnum inn á í hverjum leik í nefndum aldursflokkum með þeirri takmörkun að aðeins yrði heimilt að gera að hámarki 4 skiptingar í síðari hálfleik (og/eða framlengingu þegar við á). Yrði sú tilhögun samhljóma núverandi tilhögun á skiptingum í deildabikarkeppni karla (Lengjubikarnum).

Lagt er til að gerðar verði breytingar til samræmis á öðrum ákvæðum laga- og reglugerða KSÍ, svosem gr. 24, 25, 26, 30, 31 og 32 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Greinargerð

Lagt er til að hámarksfjöldi leikmanna á leikskýrslu í 2., 3. og 4. aldursflokki í hverju liði verði 18 í stað 16. Varamönnum myndi því fjölga úr 5 í 7 í nefndum flokkum. Áfram verði hægt að skipta öllum varamönnum inn á í hverjum leik með þeirri takmörkun að aðeins yrði heimilt að gera að hámarki 4 skiptingar í síðari hálfleik (og/eða framlengingu þegar við á). Yrði sú tilhögun samhljóma núverandi tilhögun á skiptingum í deildabikarkeppni karla (Lengjubikarnum). Þessi tilhögun kemur til með að gefa þjálfurum tækifæri til að gefa öllum leikmönnum verkefni og verður til þess að ólíklegara sé að það þurfi að skilja leikmenn eftir heima. Oft er það þannig að þjálfarar taka þá áhvörðun að hafa ekki markmann á bekknum því ólíklegt er að honum sé skipt inná, sem myndi breytast með þessu. Lið sem t.d. hafa 36 iðkendur geta ekki verið með fleiri en tvö lið og það er ekki möguleiki að gefa öllum tækifæri að taka þátt. Með þessari breytingu verður það hægt.

ÍA

Tillaga til ályktunar

 Dómarar í 2. flokki 

 

Greinar 19.2. og 19.3. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót

 

Tillagan hljóðar svona:

Lagt er til að ársþing KSÍ 2020 samþykki breytingar á greinum 19.2. og 19.3. í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við er grænmerkt.

Eftirfarandi breyting er lögð til í greinum 19.2. og 19.3.: 

19.2.     KSÍ skal tilnefna og vera ábyrgt fyrir dómara í leikjum í eftirfarandi mótum: 

a.            öllum mótum KSÍ í meistaraflokki, 

b.            A og B deild 2. flokkikarla og kvenna 

c.            bikarkeppni 2. flokks karla og kvenna frá 8 liða úrslitum, 

d.            úrslitakeppnum og úrslitaleikjum yngri flokka og eldri flokks.

KSÍ skal einnig tilnefna og vera ábyrgt fyrir aðstoðardómurum í sömu leikjum, þar sem þess er  krafist, nema í keppni U23 ára liða og leikjum 2. aldursflokks.

19.3.      Heimalið skal tilnefna og vera ábyrgt fyrir dómara í leikjum í eftirfarandi flokkum og mótum: 

a.            landsmótum yngri flokka (deildum og riðlum) [en ekki í A og B deild 2. flokkis karla og  kvenna]

b.            bikarkeppni yngri flokka, [en ekki í bikarkeppni 2. flokks karla og kvenna frá 8 liða  úrslitum], 

c.            keppni eldri flokka (riðlakeppni). 

Heimalið skal tilnefna og vera ábyrgt fyrir aðstoðardómurum í leikjum í eftirfarandi flokkum  og mótum:

  • Íslandsmóti og bikarkeppni 2. flokks, 
  • keppni eldri flokka (riðlakeppni), 
  • í öðrum leikjum 

Heimalið getur tilnefnt aðstoðardómara á leiki í keppni 11 manna liða þó þess sé ekki krafist.

Greinargerð

Lagt er til að KSÍ leggi fram dómaratrío á leiki í Íslandsmóti í 2. aldursflokki. Mikilvægt er hafa dómaratrío sem er hlutlaust, svo iðkendur/leikmenn þekki ekki dómarana. Meira er farið að vera í húfi í keppni hjá 2. aldursflokki, en félög er farin að berjast um að vinna sér þátttökurétt í Evrópukeppni. Keppnin er orðin stærri sýningargluggi og vel er fylgst með ungum leikmönnum í dag.

ÍA

Tillaga til ályktunar

 Leikmannssamningar í 1. og 2. deild kvenna 

Grein 14.5. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga

 

Tillagan hljóðar svona:

Lagt er til að ársþing KSÍ 2020 samþykki breytingar á grein 14.5. í reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga með eftirfarandi hætti:

Það sem lagt er til að falli út er rauðmerkt og yfirstrikað en það sem lagt er til að bætist við er grænmerkt.

Eftirfarandi breyting er lögð til í grein 14.5.: 

14.5.      Aðeins félögum í efstuPepsi-deildum karla og kvenna, 1. deild  karla og kvenna, og 2. deild karla og kvenna og í Pepsi-deild kvenna er heimilt að gera leikmannssamning. Félag sem gerir leikmannssamning kallast samningsfélag (professional club). Leikmannssamning er heimilt að gera til allt að fimm keppnistímabila í efstuPepsi-deildum karla og kvenna, en þriggja keppnistímabila í 1. deild karla og kvenna, og 2. deild karla og kvenna Pepsi-deild kvenna, sbr. þó næstu grein.

Greinargerð

Núverandi fyrirkomulag gerir einungis 10 liðum á ári kleift að gera leikmannasamninga en þeir eru forsendur þess að leikmenn geti gert tímabundin félagaskipti enda sambandssamningur metinn sem áhugamannasamningur hjá FIFA. Grundvallarmunur er á tímabundnum félagaskiptum og almennum félagaskiptum og hefur það þýtt að mjög er þrengt að félagaskiptum kvennaliða enda stórt skref að yfirgefa samningsfélag vegna mögulegra skammtímahagsmuna er snúa að því að fá mínútur í keppnisleikjum í meistaraflokki.  Með því að tryggja jafnrétti þriggja efstu deilda karla og kvenna þegar kemur að gerð samninga munu fleiri leikmenn fá mínútur í meistaraflokki sem er öllum til hagsbóta.  Samningsfélag leikmannsins hefur úr sömu kostum að velja og áður en nú einnig með möguleika á að lána leikmönnum í sömu deild (sem ekki er hægt nú nema í Pepsi deild kvennamegin), fleiri lið geta gert samninga við leikmenn en boðið þeim uppá þann möguleika að fá reynslu hjá öðru liði ef þeir fá ekki mínútur í sínu liði og fleiri leikmenn fá mínútur í meistaraflokksknattspyrnu.

Einnig er horft til þess að auknir möguleikar á fleiri tímabundnum félagaskiptum geta leitt til þess að lið sem nú eru að koma fótum undir eða styrkja starf í meistaraflokkum kvenna í knattspyrnu ættu meiri möguleika á að fá tímabundna aðstoð frá mun fleiri liðum en nú er. þurfi að skilja leikmenn eftir heima. Oft er það þannig að þjálfarar taka þá áhvörðun að hafa ekki markmann á bekknum því ólíklegt er að honum sé skipt inná, sem myndi breytast með þessu. Lið sem t.d. hafa 36 iðkendur geta ekki verið með fleiri en tvö lið og það er ekki möguleiki að gefa öllum tækifæri að taka þátt. Með þessari breytingu verður það hægt.

ÍR

Tillaga til ályktunar

 Endurgreiðslur skatta og gjalda til félagasamtaka 

 

 

Tillagan hljóðar svona:

74. ársþing KSÍ, haldið þann 22. febrúar í Ólafsvík, samþykkir að beina þeirri eindregnu áskorun til Alþingis og fjármálaráðherra að samþykkja sem fyrst tillögur sem lagðar hafa verið fram um endurgreiðslur skatta og gjalda til félagasamtaka sem starfa að almannaheillaverkefnum. Einnig er þar að finna tillögur um möguleg úrræði í skattakerfinu til þess að gera bæði fyrirtækjum og einstaklingum frekar kleift að styðja við íþróttahreyfinguna með framlögum.

Fyrir íþróttahreyfinguna er hvað mikilvægast í þessu efni að til komi endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna íþróttamannvirkja. Mál þetta hefur verið í vinnslu um allnokkra hríð án þess að fá afgreiðslu. Nefnd sem skipuð var á síðasta ári hefur skilað áliti sínu og því ætti ekkert að vera að vanbúnaði að hrinda málinu í framkvæmd. Endurgreiðsla virðisaukaskatts til almannaheillafélaga mun án vafa hraða nauðsynlegri uppbyggingu mannvirkja, sem skila fljótt og örugglega ríkulegum arði til samfélagsins í því almannaheillastarfi sem sjálfboðaliðar þessara félaga bera uppi.

 

Stjórn KSÍ