Fyrirkomulag ársþings
79. ársþing KSÍ verður haldið á Hilton Reykjavík Nordica, 22. febrúar 2025. Þingið verður sett kl. 10:00 og er gert ráð fyrir að því ljúki um kl. 17:00 sama dag. KSÍ býður þingfulltrúum til sameiginlegs kvöldverðar eftir ársþingið. Nákvæm dagskrá verður send sambandsaðilum síðar. Málþing verður haldið í höfuðstöðvum KSÍ að Laugardalsvelli föstudaginn 21. febrúar (seinnipartur dags) þar sem megin umfjöllunarefnið verður VAR á Íslandi.
Beint streymi frá ársþingi KSÍ laugardaginn 22. febrúar verður á KSÍ TV í Sjónvarpi Símans.
KSÍ TV er í Sjónvarpi Símans og er aðgengilegt í gegnum netvafra, eða Sjónvarp Símans appið. Aðgangurinn er ókeypis, en skrá þarf símanúmer og nota rafræn skilríki, og búa þannig til aðgang.
Smellið á hlekkinn hér að neðan til að fara á KSÍ TV í sjónvarpi Símans í gegnum vafra: