• lau. 09. feb. 2019
  • Ársþing
  • Fjölmiðlaviðurkenning

RÚV og Rás 1 fá Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ

Fjölmiðlaviðurkenningu KSÍ fyrir 2018 hljóta RÚV og Rás 1 vegna þáttagerðar og umfjöllunar um HM 2018 og Rás 1 og Guðmundur Björn Þorbjörnsson fyrir útvarpsþættina Markmannshanskarnir hans Alberts Camus.

RÚV hlýtur verðlaunin vegna þáttagerðar og umfjöllunar um HM 2018. Þættir eins og Andstæðingar Íslands (tilnefndir til Edduverðlauna), Draumurinn um HM, Gerska ævintýrið og svo leikirnir sjálfir og þáttagerð í kringum þá.

Rás 1 og Guðmundur Björn Þorbjörnsson hlýtur verðlaunin fyrir útvarpsþættina Markmannshanskarnir hans Alberts Camus. Þættirnir voru fyrst birtir síðla árs 2017, en efni þeirra er tímalaust og segja má að þessir þættir hafi orðið kveikjan að hlaðvarpsþáttunum sem á eftir komu – en hlaðvarp varð afar vinsælt meðal knattspyrnuáhugafólks, og Guðmundur Björn þannig frumkvöðull í innreið hlaðvarps í íslenska íþrótta-fjölmiðlaflóru.