• fim. 25. apr. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Valsmönnum spáð sigri í Pepsi Max deild karla

Kynningarfundur Pepsi Max deildar karla fór fram á miðvikudag og meðal efnis var hin árlega spá formanna, þjálfara og fyrirliða um lokastöðu liða.  Samkvæmt spánni verða Valsmenn Íslandsmeistarar og KR-ingar í öðru sæti.  Nýliðum HK er spáð falli, og telja fulltrúar liðanna í deildinni að mjótt verði á mununum milli ÍBV og Víkings um það hvort liðið fellur úr deildinni ásamt HK, þó Grindvíkingar verði, samkvæmt spánni, ekki langt undan.

Spáin 2019:
1. Valur - 394 stig
2. KR - 348 stig
3. FH - 328 stig
4. Breiðablik - 307 stig
5. Stjarnan - 299 stig
6. ÍA - 212 stig
7. KA - 183 stig
8. Fylkir - 181 stig
9. Grindavík - 122 stig
10. ÍBV - 111 stig
11. Víkingur R. - 111 stig
12. HK - 56 stig

Mynd:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.