• fös. 07. jún. 2019
  • Landslið
  • U21 karla

U21 karla - 2-1 sigur gegn Danmörku

U21 ára landslið karla vann góðan 2-1 sigur gegn Danmörku, en leikið var á CASA Arena í Horsens.

Danir komust yfir á 15. mínútu leiksins en Stefán Teitur Þórðarson jafnaði fimm mínútum síðar. Það var svo Erlingur Agnarsson skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Byrjunarlið Íslands

Elías Rafn Ólafsson (M)

Alfons Sampsted

Ísak Óli Ólafsson

Jónatan Ingi Jónsson

Daníel Hafsteinsson

Stefán Teitur Þórðarson

Jón Dagur Þorsteinsson (F)

Sveinn Aron Guðjohnsen

Willum Þór Willumsson

Kolbeinn Birgir Finnsson

Ari Leifsson