
NM U17 kvenna 2019 hefst þriðjudaginn 2. júlí
U17 landslið kvenna hefur keppni í Opna Norðurlandamótinu 2. júlí, en mótið fer að þessu sinni fram í Bohuslän í Svíþjóð. Fyrsti mótherji íslenska liðsins er Þýskaland og er leikurinn á þriðjudag kl. 16:00 að íslenskum tíma.
Leikir Íslands
- Þriðjudagur 2. júlí kl. 16:00: Þýskaland - Ísland, Nösnäsvallen 1
- Fimmtudagur 4. júlí kl. 16:00: Ísland Noregur, Strömsvallen
- Laugardagur 6. júlí kl. 14:00: Danmörk - Ísland, Havsvallen
- Leikir um sæti fara svo fram mánudaginn 8. júlí.
Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina á vef sænska knattspyrnusambandins, en þar er m.a. að finna hlekk á keppnisvellina á Google maps.
Smellið hér til að skoða upplýsingar um mótið og leikina á vef KSÍ