• þri. 02. júl. 2019
  • U16 kvenna
  • Landslið

NM U17 kvenna - Ísland mætir Þýskalandi í dag

Norðurlandamót U17 kvenna hefst í dag, þriðjudaginn 2. júlí, og verða Þjóðverjar fyrstu mótherjar Íslendinga.  Mótið fer fram í Bohuslan í Svíþjóð og hefst leikur Íslands kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarliðið og er það þannig skipað:

Markvörður:

  • Cecilía Rán Rúnarsdóttir

Varnarmenn:

  • Jakobína Hjörvarsdóttir
  • Emma Steinsen Jónsdóttir
  • Andrea Marý Sigurjónsdóttir, fyrirliði
  • Birna Kristín Björnsdóttir

Tengiliðir:

  • Bergþóra Sól Ásmundsdóttir
  • Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir
  • Andrea Rut Bjarnadóttir
  • Þórhildur Þórhallsdóttir
  • Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir

Sóknarmaður:

  • Ólöf Sigríður Kristinsdóttir

Leikir Íslands

Þriðjudagur 2. júlí kl. 16:00: Þýskaland - Ísland, Nösnäsvallen 1
Fimmtudagur 4. júlí kl. 16:00: Ísland Noregur, Strömsvallen
Laugardagur 6. júlí kl. 14:00: Danmörk - Ísland, Havsvallen
Leikir um sæti fara svo fram mánudaginn 8. júlí.

Smellið hér til að skoða upplýsingar um leikina á vef sænska knattspyrnusambandins, en þar er m.a. að finna hlekk á keppnisvellina á Google maps.

Smellið hér til að skoða upplýsingar um mótið og leikina á vef KSÍ