• fös. 20. sep. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

Íslandsmeistarabikarar á loft um helgina

Það styttist í lok Íslandsmótsins og lokaumferðir Pepsi Max deilda karla og kvenna eru framundan.  Lokaumferð Pepsi Max deildar kvenna er á laugardag og Íslandsmeistarabikarinn fer annað hvort á loft á Origo-vellinum að Hlíðarenda eða á Würth-vellinum í Árbæ. Valur og Breiðablik keppa um titilinn og Valskonur tryggja sér titilinn með sigri, á meðan Breiðablik þarf að vinna sinn leik og treysta á hagstæð úrslit í leik Vals og Keflavíkur.

Í Pepsi Max deild karla fer Íslandsmeistarabikarinn á loft á Meistaravöllum í Vesturbæ Reykjavíkur þegar KR-ingar, sem tryggðu sér titilinn í síðustu umferð, mæta FH-ingum, en samkvæmt hefð er Íslandsmeistarabikarinn afhentur að loknum síðasta heimaleik viðkomandi liðs í deildinni, þar sem því er við komið.  KR-ingar fá því bikarinn afhentan á sunnudag á sínum heimavelli, þó um næst síðustu umferð deildarinnar sé að ræða.

Pepsi Max deild kvenna

Pepsi Max deild karla