• mán. 23. sep. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

217 áhorfendur að meðaltali á leiki Pepsi Max deildar kvenna

Keppni í Pepsi Max deild kvenna lauk um liðna helgi.  Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í lokaumferðinni eftir æsispennandi baráttu bið Breiðablik.

Alls sóttu 19.497 áhorfendur leikina 90 í deildinni í sumar, eða 217 manns á leik að meðaltali. Um nokkra hækkun er að ræða milli ára, en í fyrra var meðalaðsóknin 186.

Breiðablik var að meðaltali með bestu aðsóknina, eða 408 áhorfendur á leik, og Íslandsmeistarar Vals voru með 340 áhorfendur að meðaltali. Best sótti leikurinn í sumar var einmitt viðureign þessara liða á Kópavogsvelli í 17. umferð, en þar mættu 1.206 áhorfendur, og næst best sótti leikurinn var viðureign sömu liða á Origo-vellinum, þar sem mættu 828 manns.

Félag Meðaltal
Breiðablik 408
Valur 340
Þór/KA 222
Selfoss 220
Fylkir 211
Stjarnan 190
HK/Víkingur 164
Keflavík 149
KR 146
ÍBV 117
Alls 217