• fim. 03. okt. 2019
  • Mótamál
  • Pepsi Max deildin

1.018 áhorfendur að meðaltali í Pepsi Max deild karla

Alls mættu 134.354 áhorfendur á leikina 132 í Pepsi Max deild karla 2019, sem gerir 1.018 manns að meðaltali á hvern leik. 

Flestir mættu á heimaleiki Íslandsmeistara KR, eða 1.623 að jafnaði, en alls voru 7 af félögunum 12 í deildinni með yfir eitt þúsund áhorfendur að meðaltali á sína heimaleiki. 

Ellefta umferðin reyndist sú best sótta en meðalaðsóknin að leikjum þeirrar umferðar var 1.368.  Alls var meðalaðsóknin yfir eitt þúsund í 14 umferðum af 22, en þó í aðeins einni umferð af síðustu sjö.

Félag Meðaltal
KR 1.623
Breiðablik 1.318
FH 1.206
Fylkir 1.141
Valur 1.110
ÍA 1.057
Stjarnan 1.026
Víkingur 982
HK 874
KA 819
Grindavík 579
ÍBV 479
Alls 1.018

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net