• lau. 09. nóv. 2019
  • Landslið
  • A karla

Ingvar og Hólmar Örn í landsliðshópinn

Gerðar hafa verið tvær breytingar á leikmannahópi A landsliðs karla fyrir leikina við Tyrkland og Moldóvu í undankeppni EM 2020. Rúnar Alex Rúnarsson og Rúnar Már Sigurjónsson eru meiddir og verða ekki með í þessum tveimur útileikjum, sem eru síðustu leikir íslenska liðsins í undankeppninni.  Í þeirra stað hefur Erik Hamrén kallað á Ingvar Jónsson og Hólmar Örn Eyjólfsson.  

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl 14. nóvember og Moldóvu í Chisinau 17. nóvember.

Undankeppni EM 2020

Mynd með grein:  Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net.