• fös. 29. nóv. 2019
  • Landslið
  • A kvenna

A kvenna - Ísland ekki á meðal þátttökuþjóða á Algarve Cup

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

A landslið kvenna verður ekki á meðal þátttökuþjóða á Algarve Cup 2020, en Ísland hefur leikið á mótinu samfleytt frá 2007.

KSÍ sóttist að venju eftir þátttöku liðsins á þessu árlega móti í Portúgal, en mótshaldarar hafa ákveðið að fækka þátttökuliðum niður í 8 lið og er Ísland ekki þar á meðal.

Vinna er í fullum gangi að finna annað verkefni fyrir íslenska í mars og verður það tilkynnt síðar.