• mið. 15. jan. 2020
  • eFótbolti

Dregið í undankeppni eEuro 2020 í dag

Dregið verður í dag í undankeppni eEuro 2020 í PES 2020. Drátturinn hefst kl. 18:45 og verður hægt að sjá hann í beinni útsendingu á Facebook síðu UEFA.

Ísland verður á meðan þátttökuþjóða í mótinu og verður spennandi að sjá hverjir mótherjar liðsins verða. Leikirnir fara fram í mars, apríl og maí. Lokakeppnin fer svo fram 9. og 10. júlí í London.

Hægt er að lesa frekar um mótið á vef UEFA og á vef mótsins hér að neðan

Upplýsingar um mótið

Vefur eEURO 2020

Bein útsending verður frá drættinum á Facebook síðu UEFA og má finna hlekk á hann hér að neðan:

Bein útsending