• sun. 19. jan. 2020
  • landslið
  • A karla

Ísland mætir El Salvador á sunnudag

A landslið karla mætir El Salvador í vináttuleik í Los Angeles í Bandaríkjunum á sunnudag og hefst leikurinn á miðnætti að íslenskum tíma.  Um er að ræða seinni leik íslenska liðsins í þessu verkefni, en Ísland lagði Kanada með einu marki gegn engu á miðvikudag, í hörkuleik sem fór einnig fram í Kaliforníu.

El Salvador og Ísland hafa aldrei áður mæst.  Áhugavert er að einn leikmaður í landsliði El Salvador leikur á Íslandi, Pablo Punyed, sem spilað hefur hér á landi síðan árið 2012 og hefur leikið hátt í 200 leiki fyrir Fjölni, Fylki, Stjörnuna, ÍBV og KR.

Smellið hér til að horfa á viðtal við Erik Hamrén, þjálfara íslenska liðsins, viðtal sem tekið var á laugardag.