• mán. 20. jan. 2020
  • Landslið
  • A karla

Eins marks sigur á El Salvador

A landslið karla mætti El Salvador á sunnudag og vann eins marks sigur með marki frá Kjartani Henry Finnbogasyni á 63. mínútu.  Kjartan sýndi góða takta í teignum og renndi boltanum framhjá markmanni El Salvador.

Ísland vann þar með báða leiki sína í janúarverkefninu með mearkatölunni 1-0, en liðið vann Kanada á miðvikudag með sama mun.  Þetta janúarverkefni var kjörið tækifæri fyrir leikmenn til að spreyta sig, sýna sig og sanna fyrir þjálfurunum, enda léku nokkrir leikmenn sína fyrstu A landsleiki, en auk nýliðanna voru í hópnum nokkrir reynslumiklir leikmenn, nokkrir úr U21 landsliðinu og svo nokkrir sem hafa bankað á dyrnar hjá A liðinu.

Næsta verkefni A landsliðs karla er umspil um sæti í lokakeppni EM 2020, en íslenska liðið mætir Rúmeníu á Laugardalsvelli 26. mars næstkomandi.