• lau. 14. mar. 2020
  • Fræðsla
  • Mótamál
  • COVID-19

Íþróttahreyfingin og COVID-19

Á föstudag funduðu framkvæmdastjórar ÍSÍ og UMFÍ með fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytis og í kjölfarið með sérsamböndum ÍSÍ til að fara yfir stöðuna eftir birtingu auglýsinga heilbrigðisráðherra um samkomubann og takmarkanir á skólahaldi. 

Vefsíða ÍSÍ hefur birt grein með umfjöllun um málið og stöðuna, en þar segir m.a.:  

ÍSÍ bendir íþrótta- og ungmennafélögum á að hafa samráð við viðkomandi sveitarfélag varðandi fyrirkomulag æfinga í íþróttamannvirkjum, ef ákvörðun er tekin um áframhaldandi íþróttaæfingar. Lögð er áhersla á þrif og sótthreinsun mannvirkja eftir hvern dag. ... verið er að vinna sameiginlegar leiðbeiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um frístundaheimili, íþróttastarf, íþróttamannvirki, skólahljómsveitir og aðrar tómstundir barna.
ÍSÍ hvetur sambandsaðila sína, eftir sem áður, að fylgjast vel með þróun mála á upplýsingasíðum yfirvalda. Atburðarrás er hröð þessa dagana og gefa verður svigrúm til að láta reyna á útfærslur og túlkun nýrra reglna. Reynt verður að miðla upplýsingum til íþróttahreyfingarinnar um leið og nýjar upplýsingar koma fram.

Frétt á vef ÍSÍ

Vefur landlæknis

Sérvefur um COVID-19